Þróunarverkefnið, Sjáðu hvað ég fann hófst 1. sept. 2013 og lauk 1. sept. 2014. Verkefnastjóri er Kolbrún Vigfúsdóttir og samstarfsaðilar eru Náttúruskóli Reykjavíkur og Fríða Bjarney Jónsdóttir ráðgjafi vegna fjölmenningar hjá skóla-og frístundasviði Reykjavíkur.
Markmið verkefnisins er að starfsmenn nái tökum á að nýta aðferðir og möguleika í útikennslu til að kenna íslensku sem annað tungumál og auka almennt orðaforða og málskilning barna í leikskólanum. Einnig að auka þekkingu barna á umhverfi sínu, bæði náttúrulegu og manngerðu umhverfi.